
Rafhlaðan hlaðin
Rafhlaðan hefur verið hlaðin að hluta í verksmiðjunni. Ef síminn hefur lága hleðslu:
1 Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
2 Tengdu hleðslutækið við símann.
3 Þegar síminn er fullhlaðinn skaltu taka fyrst hleðslutækið úr sambandi við símann
og síðan úr innstungunni.
4
Tækið tekið í notkun

Ábending: Aftengdu hleðslutækið þegar rafhlaðan er fullhlaðin til að spara orku.
Ekki þarf að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og hægt er að nota símann á meðan að
hleðsla fer fram. Ef rafhlaðan er alveg tæmd geta liðið nokkrar mínútur þar til
hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.